Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mið 19. júní 2024 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Oliver Stefánsson
Oliver Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA lagði KR á Akranesi og fangaði því tímamótasigri. Oliver Stefánsson leikmaður ÍA var gríðarlega sáttur í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

„Það er geðveikt. Ég man eftir síðasta sigri, ég var á KR vellinum þegar Garðar Gunnlaugs setti hann. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, geggjað að gera það á heimavelli," sagði Oliver.

Skagamenn fögnuðu sigrinum gríðarlega vel. Eftir leik var tekinn hringur við stúkuna þar sem var komið inn á þá staðreynd að átta ár væru síðan síðasti sigur Skagamanna kom fyrir átta árum gegn KR.

Oliver hefur verið að glíma við erfið veikindi og segist hafa spilað hálf slappur í kvöld.

„Ég er allur að skríða saman. Ég fékk eitthvað afbrigði af Covid veirunni sem enginn hefur fengið, ég er búinn að vera frá í einhverja 10 daga. Ég náði að spila aðeins í dag þótt maður var smá slappur í leiknum þá er það ekkert mál, langt í næsta leik þannig ég hef engar áhyggjur af þessu. Er smá slappur, það er enginn að fara grenja yfir því," sagði Oliver.

Hann var tekinn af velli í seinni hálfleik eftir að hafa brotið af sér á gulu spjaldi.

„Ég veit ekki hvað hann var að flauta á þetta einu sinni. Ég tæklaði bara boltann og Alex (Þór Hauksson) hoppar og fer að væla eitthvað. Við tókum stöðuna í hálfleik. Ég var búinn að vera slappur lengi, ég reyndi að spila eins lengi og ég gat en svo gat ég ekki meira, skrokkurinn gersamlega búinn. Það var líka skynsamlegt að taka mig útaf eftir brotið," sagði Oliver.


Athugasemdir
banner