Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   mið 19. júní 2024 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Oliver Stefánsson
Oliver Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA lagði KR á Akranesi og fangaði því tímamótasigri. Oliver Stefánsson leikmaður ÍA var gríðarlega sáttur í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

„Það er geðveikt. Ég man eftir síðasta sigri, ég var á KR vellinum þegar Garðar Gunnlaugs setti hann. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, geggjað að gera það á heimavelli," sagði Oliver.

Skagamenn fögnuðu sigrinum gríðarlega vel. Eftir leik var tekinn hringur við stúkuna þar sem var komið inn á þá staðreynd að átta ár væru síðan síðasti sigur Skagamanna kom fyrir átta árum gegn KR.

Oliver hefur verið að glíma við erfið veikindi og segist hafa spilað hálf slappur í kvöld.

„Ég er allur að skríða saman. Ég fékk eitthvað afbrigði af Covid veirunni sem enginn hefur fengið, ég er búinn að vera frá í einhverja 10 daga. Ég náði að spila aðeins í dag þótt maður var smá slappur í leiknum þá er það ekkert mál, langt í næsta leik þannig ég hef engar áhyggjur af þessu. Er smá slappur, það er enginn að fara grenja yfir því," sagði Oliver.

Hann var tekinn af velli í seinni hálfleik eftir að hafa brotið af sér á gulu spjaldi.

„Ég veit ekki hvað hann var að flauta á þetta einu sinni. Ég tæklaði bara boltann og Alex (Þór Hauksson) hoppar og fer að væla eitthvað. Við tókum stöðuna í hálfleik. Ég var búinn að vera slappur lengi, ég reyndi að spila eins lengi og ég gat en svo gat ég ekki meira, skrokkurinn gersamlega búinn. Það var líka skynsamlegt að taka mig útaf eftir brotið," sagði Oliver.


Athugasemdir
banner
banner
banner