Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 19. júní 2024 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Oliver Stefánsson
Oliver Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA lagði KR á Akranesi og fangaði því tímamótasigri. Oliver Stefánsson leikmaður ÍA var gríðarlega sáttur í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

„Það er geðveikt. Ég man eftir síðasta sigri, ég var á KR vellinum þegar Garðar Gunnlaugs setti hann. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, geggjað að gera það á heimavelli," sagði Oliver.

Skagamenn fögnuðu sigrinum gríðarlega vel. Eftir leik var tekinn hringur við stúkuna þar sem var komið inn á þá staðreynd að átta ár væru síðan síðasti sigur Skagamanna kom fyrir átta árum gegn KR.

Oliver hefur verið að glíma við erfið veikindi og segist hafa spilað hálf slappur í kvöld.

„Ég er allur að skríða saman. Ég fékk eitthvað afbrigði af Covid veirunni sem enginn hefur fengið, ég er búinn að vera frá í einhverja 10 daga. Ég náði að spila aðeins í dag þótt maður var smá slappur í leiknum þá er það ekkert mál, langt í næsta leik þannig ég hef engar áhyggjur af þessu. Er smá slappur, það er enginn að fara grenja yfir því," sagði Oliver.

Hann var tekinn af velli í seinni hálfleik eftir að hafa brotið af sér á gulu spjaldi.

„Ég veit ekki hvað hann var að flauta á þetta einu sinni. Ég tæklaði bara boltann og Alex (Þór Hauksson) hoppar og fer að væla eitthvað. Við tókum stöðuna í hálfleik. Ég var búinn að vera slappur lengi, ég reyndi að spila eins lengi og ég gat en svo gat ég ekki meira, skrokkurinn gersamlega búinn. Það var líka skynsamlegt að taka mig útaf eftir brotið," sagði Oliver.


Athugasemdir
banner
banner