Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 19. júní 2024 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Oliver Stefánsson
Oliver Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA lagði KR á Akranesi og fangaði því tímamótasigri. Oliver Stefánsson leikmaður ÍA var gríðarlega sáttur í leikslok.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 KR

„Það er geðveikt. Ég man eftir síðasta sigri, ég var á KR vellinum þegar Garðar Gunnlaugs setti hann. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi, geggjað að gera það á heimavelli," sagði Oliver.

Skagamenn fögnuðu sigrinum gríðarlega vel. Eftir leik var tekinn hringur við stúkuna þar sem var komið inn á þá staðreynd að átta ár væru síðan síðasti sigur Skagamanna kom fyrir átta árum gegn KR.

Oliver hefur verið að glíma við erfið veikindi og segist hafa spilað hálf slappur í kvöld.

„Ég er allur að skríða saman. Ég fékk eitthvað afbrigði af Covid veirunni sem enginn hefur fengið, ég er búinn að vera frá í einhverja 10 daga. Ég náði að spila aðeins í dag þótt maður var smá slappur í leiknum þá er það ekkert mál, langt í næsta leik þannig ég hef engar áhyggjur af þessu. Er smá slappur, það er enginn að fara grenja yfir því," sagði Oliver.

Hann var tekinn af velli í seinni hálfleik eftir að hafa brotið af sér á gulu spjaldi.

„Ég veit ekki hvað hann var að flauta á þetta einu sinni. Ég tæklaði bara boltann og Alex (Þór Hauksson) hoppar og fer að væla eitthvað. Við tókum stöðuna í hálfleik. Ég var búinn að vera slappur lengi, ég reyndi að spila eins lengi og ég gat en svo gat ég ekki meira, skrokkurinn gersamlega búinn. Það var líka skynsamlegt að taka mig útaf eftir brotið," sagði Oliver.


Athugasemdir
banner