Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Til fyrirmyndar í Laugardalnum: Pökkuð stúka og skemmtileg upplifun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikil og góð stemning í Laugardalnum á föstudagskvöld þegar kvennalið Þróttar komst í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni.

Þróttur lagði FH 4-0 í hörkuleik. Lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum þar sem FH spilaði mjög vel á löngum köflum.

Umgjörð Þróttar í kringum leikinn var stórkostleg. Gunnar Helgason og Halldór Gylfason, sem eru miklir Þróttarar, skemmtu börnum fyrir leik, það var happadrætti í hálfleik og alls konar gert til þess að gera daginn sem eftirminnilegastan.

Það var þétt setið í stúkunni og góð stemning allan leikinn. Það barst í tal á vellinum að aldrei hefði verið mætt svona vel á leik hjá kvennaliði Þróttar.

Hvernig staðið var að leiknum var til fyrirmyndar hjá Þrótturum og stuðningsmönnum liðanna.

„Mér fannst geggjað að sjá hérna í gær - Þróttur og FH í undanúrslitum í Mjólkur kvenna - þar sem þú ert með pakkaða stúku. Strákarnir í Þrótti hafa ekki séð þetta, enginn af þeim. Þeir hafa aldrei í lent þessu," sagði Guðmundur Benediktsson í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Áhorfendatölurnar á leikjum sumarsins hér á Íslandi hafa ekki verið góðar.

„Við eigum að vera miklu duglegri við þetta... mætiði á fjandans völlinn, komiði og styðjið ykkar lið. Búum til stemningu, það gerir leikinn skemmtilegri. Fyrir leikmenn, að vera með fólk í stúkunni, þá verður leikurinn betri. Við eigum öll að taka höndum saman," sagði Gummi jafnframt.

Það verður gaman að sjá hvernig stemningin verður í kringum úrslitaleikinn sem fer fram á Laugardalsvelli 1. október. Þróttarar þurfa ekki að fara langt til að spila úrslitaleikinn gegn Breiðablik.

Hér að neðan má sjá myndir sem voru teknar á úrslitaleiknum af þeim Gunna Helga og Dóra Gylfa, sem eru báðir frábærir skemmtikraftar, í góðum gír í stúkunni.
Gummi Ben um EM og spennandi Pepsi Max umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner