Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Auglýsa eftir nýjum landsliðsþjálfara á heimasíðu sinni
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnusambandið hefur auglýst eftir nýjum landsliðsþjálfara í gegnum vefsíðu sína. Opið er fyrir umsóknir í gegnum netfangið [email protected].

Gareth Southgate hætti nýverið sem landsliðsþjálfari eftir átta ár í starfi.

Enska sambandið hefur nú þegar fundið nokkra kandídata í starfið en það er einnig opið fyrir umsóknir.

Á meðal þess sem starfið snýst um samkvæmt auglýsingunni er að: „Leiða og þróa enska karlalandsliðið til að vinna stórmót og til að vera stöðugt eitt af bestu liðum heims."

Sá sem verður ráðinn þarf að vera með UEFA Pro þjálfararéttindi og þarf að hafa reynslu úr enskum fótbolta.

Hægt er að skoða auglýsinguna með því að smella hérna.

Graham Potter og Eddie Howe eru efstir í veðbönkum í dag þegar kemur að landsliðsþjálfarastarfi Englands. Næstir eru Lee Carsley, Mauricio Pochettino og Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner