Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 19. júlí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta er næst hjá íslensku liðunum í Sambandsdeildinni
Valur fór illa með Vllaznia frá Albaníu í gær.
Valur fór illa með Vllaznia frá Albaníu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar mæta albönsku liði.
Víkingar mæta albönsku liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjögur íslensk lið munu taka þátt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar sem hefst í næstu viku.

Víkingar féllu úr leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og fara því niður í Sambandsdeildina. Þeir töpuðu á móti Shamrock Rovers frá Írlandi og mæta næst Egnatia frá Albaníu. Fyrri leikurinn verður á Víkingsvelli næsta fimmtudag.

Breiðablik vann sterkan sigur á Tikvesh frá Norður-Makedóníu í gær og tryggði sig þannig áfram. Blikar sem fóru alla leið í riðlakeppnina í fyrra mæta næst Drita frá Kosóvó og verður fyrri leikurinn á Kópavogsvelli næsta fimmtudag.

Stjarnan vann dramatískan sigur í einvígi sínu gegn Linfield frá Norður-Írlandi og mætir næst Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Fyrri leikurinn verður í Garðabæ næstkomandi fimmtudag.

Þá vann Valur stórsigur gegn Vllaznia frá Albaníu í gær. Valsmenn eiga næst St Mirren frá Skotlandi og fer fyrri leikurinn fram á Hlíðarenda næsta fimmtudag.

Dregið verður svo í þriðju umferðina næsta mánudag en vonandi verða öll íslensku liðin þar líka.

25. júlí
Víkingur R. - Egnatia (Albanía)
Breiðablik - Drita (Kosóvó)
Stjarnan - Paide Linnameeskond (Eistland)
Valur - St Mirren (Skotland)

1. ágúst
Egnatia - Víkingur R:
Drita - Breiðablik
Paide Linnameeskond - Stjarnan
St Mirren - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner