Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 19. ágúst 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Napoli að ganga frá kaupum á Lozano
Ítalska félagið Napoli er að ganga frá kaupum á Hirving Lozano frá hollenska félaginu PSV Eindhoven.

Lozano er 24 ára gamall vængmaður en hann kemur frá Mexíkó.

Hann gekk til liðs við PSV árið 2017 og hefur síðan þá gert 40 mörk í 79 leikjum.

Napoli er nú með samkomulag við PSV um að kaupa Lozano en kaupverðið er 39 milljónir evra en hann gerir fimm ára samning.

Lozano fer til Ítalíu á þriðjudag og mun gangast undir læknisskoðun áður en hann verður kynntur hjá félaginu.
Athugasemdir