Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fim 19. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Peter Beardsley í sjö mánaða bann frá fótbolta
Enska knattspyrnusambandið hefur sett Peter Beardsley í sjö mánaða bann frá öllum afskiptum af fótbolta.

Beardsley er dæmdur fyrir kynþáttafordóma og einelti í starfi um margra ára skeið.

Beardsley var þjálfari varaliðs Newcastle en hann var rekinn í mars á þessu ári eftir að málið kom upp.

Samkvæmt dómnum má Beardsley ekki hafa nein afskipti af fótbolta fyrr en í apríl á næsta ári en hann á einnig að fara á endurmenntunarnámskeið.

Hinn 58 ára gamli Beardsley spilaði með Newcastle á ferli sínum sem leikmaður sem og með Liverpool og fleiri félögum.
Athugasemdir
banner