Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Sársaukafullt að horfa á Man Utd - „Það er smá krísa í gangi“
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov var í viðtali við Betfair
Dimitar Berbatov var í viðtali við Betfair
Mynd: Getty Images
„Á vellinum, svona miðað við úrslit og hvernig þeir hafa verið að standa sig þá held ég að það sé smá krísa í gangi,“ sagði Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, um stöðu félagsins í viðtali við Betfair.

Man Utd hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og tapaði liðið síðast fyrir Brighton, 3-1, á Old Trafford.

Stuðningsmenn félagsins hafa áhyggjur af stöðunni en Berbatov telur að vandamálið sé stærra en bara spilamennskan.

„Á vellinum, svona miðað við úrslit og hvernig þeir hafa verið að standa sig þá held ég að það sé smá krísa í gangi,“ sagði Berbatov við Betfair.

Fyrrum framherjinn telur að umræða um sölu félagsins hafi einnig áhrif, en það ferli hefur verið í gangi í dágóðan tíma og virðist vera lítíl sem engin þróun á þeim málum.

„Það er líka smá krísa utan vallar ef við tölum um yfirtökuna á vellinum. Eina mínútuna er salan að fara í gegn, en næstu er það úr myndinni. Enginn virðist vita hvað er í gangi eða hvernig málin standa. Sumt fólk segir að þessi krísa sé að myndast útaf eignarhaldinu, því það eru mennirnir sem leggja grunninn að öllu og því heldur fólk að það smitast í það sem gerist á vellinum, bæði ákvarðanir þjálfara og í leikmennina. Ég held að þetta tengist allt saman.“

„Man United er enn sofandi, alla vega á vellinum og við sáum það gegn Brighton. Þeir voru yfirspilaðir og áttu skilið að tapa. Bara hvernig Brighton spilaði sinn leik, ákafinn í sendingunum og bara hvernig þeir yfirspiluðu United á Old Trafford. Það var sársaukafullt að horfa á þetta.“

„Pressan er til staðar fyrir Erik ten Hag. Þeir eru að tapa stigum og ekki að byggja neitt. Þangað til liðið ákveður að vakna og byrja að spila gæti það verið of seint. Það þarf að laga þessi vandamál hið snarasta,“
sagði Berbatov um United.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner