Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. október 2019 12:10
Ívan Guðjón Baldursson
Gabriel vill spila fyrir Spán á EM
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Paulista er með spænskan ríkisborgararétt og segist vera opinn fyrir því að spila fyrir spænska landsliðið.

Hann hefur aldrei fengið með brasilíska landsliðinu þrátt fyrir að hafa gert góða hluti á ferlinum sem leikmaður Villarreal, Arsenal og nú er hann hjá Valencia.

Gabriel hefur verið meðal betri miðvarða spænsku deildarinnar síðustu ár og er spænska landsliðið í smávægilegum vandræðum með miðvarðarstöðuna sína eftir að Gerard Pique lagði landsliðsskóna á hilluna. Þá styttist í að Sergio Ramos þurfi að leggja sína á sömu hillu.

Roberto Moreno, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur hingað til prófað að nota Inigo Martinez, Mario Hermoso og Nacho Fernandez í stað Pique.

„Ef ég fæ ekki kallið hjá Brasilíu þá hef ég áhuga að spila fyrir Spán. Ef þetta kall kemur fyrir lokakeppni EM þá mun ég taka því."
Athugasemdir
banner
banner
banner