Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. nóvember 2020 11:42
Magnús Már Einarsson
Freyr mögulega áfram í þjálfarateymi landsliðsins
Icelandair
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren lét af störfum sem landsliðsþjálfari í gær og leit er hafin að nýjum landsliðsþjálfara. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, gæti haldið áfram í þjálfarateymi landsliðsins að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ.

Freyr var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi í Katar en hins vegar er ennþá möguleiki á að hann haldi áfram í þjálfarateymi Íslands.

„Við erum að fara yfir stöðuna með framhaldið, í ljósi stöðunnar hjá Frey sjálfum og hjá okkur. Það verða tekin skref í að skýra það og taka ákvörðun á næstu vikum," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

Guðni segir að Freyr verði mögulega áfram í þjálfarateymi landsliðsins. „Það kemur alveg til greina. Freysi hefur staðið sig mjög vel sem aðstoðarmaður og þeir hafa myndað mjög gott teymi. Það er verið að fara yfir það hvernig málin standa og hvað við teljum að sé best fyrir KSÍ og framtíðina. Það þarf að skoða margt og við þurfum að vanda okkur í því ferli."

Freyr tók við sem aðstoðarþjálfari landsliðsins árið 2018 þegar Erik Hamren var ráðinn landsliðsþjálfari. Freyr hafði áður verið í þjálfarateymi landsliðsins en hann þjálfaði kvennalandslið Íslands einnig í nokkur ár.
Innkastið - Íslenska blandan breytist en margt jákvætt í kortunum
Athugasemdir
banner
banner
banner