Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. nóvember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi: Þreyttur á því að vera alltaf vandamálið
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er orðinn þreyttur á því að vera kennt um þegar eitthvað gengur ekki upp hjá Barcelona.

Nú síðast var hann sagður stýra hlutunum hjá Barcelona með skelfingarstjórn af fyrrum umboðsmanni Antoine Griezmann. Griezmann hefur ekki þótt spila nægilega vel hjá Barcelona eftir komuna frá Atletico Madrid fyrir rúmu ári.

„Ég er þreyttur á því að vera alltaf vandamálið í öllum málum sem tengjast Barcelona," svaraði Messi aðspurður hvort hann réði of miklu hjá Barca.

Fjölmiðlamaðurinn Guillem Balague segir nýjan forseta Barcelona hafa mikið verk fyrir höndum að sannfæra Messi að vera áfram hjá Barca. Balague segir þá að þessi fyrrum umboðsmaður Griezmann sé að reyna búa til vesen.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner