Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Sami Khedira vill spila í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Sami Khedira vonast til að geta spilað í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Khedira er ekki í myndinni hjá Andrea Pirlo, þjálfara Juventus, og er líklega á förum.

„Þegar ég var barn þá var alltaf draumur minn að verða leikmaður í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður með ferilinn hingað til en það er eitt sem vantar til að uppfylla drauminn...að vera í ensku úrvalsdeildinni," sagði hinn 33 ára gamli Khedira.

„Ég hef horft á marga leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan ég var ungur og ég fylgist mikið með henni í dag."

„Ég hef alltaf notið þess að spila gegn enskum félögum í Meistaradeildinni. Andrúmsloftið, leikstílinn og hugmyndafræðin hefur alltaf hrifið mig."

„Ef þessi stóri draumur myndi rætast þá yrði heiður að vera hluti af ensku úrvalsdeildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner