Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Óþreytandi Modric: Fæddur í Króatíu en á heima í Madríd
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric virðist vera óþreytandi, en hann er 38 ára gamall og enn í fullu fjöri á hæsta gæðastigi bæði með Real Madrid og króatíska landsliðinu.

Þessi ótrúlegi fótboltamaður hefur tekið þátt í öllum leikjum Real Madrid og Króatíu á tímabilinu nema tveimur, þegar hann var hvíldur í sigrum gegn Las Palmas og Girona í spænsku deildinni 27. og 30. september.

Hann átti góðan leik er Króatía lagði Lettland að velli í undankeppni EM í gær og svaraði spurningum að leikslokum. Þar var hann meðal annars spurður út í framtíðina hjá Real Madrid.

„Ég mun halda áfram að gefa allt fyrir Real Madrid. Þetta félag er stór hluti af mínu lífi og lífi fjölskyldu minnar. Real Madrid er lífsstíll," sagði Modric eftir sigurinn í Lettlandi.

„Ég er fæddur í Króatíu en ég á heima í Madríd."
Athugasemdir
banner
banner
banner