Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
   sun 19. nóvember 2023 16:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslenska kvennalandsliðið spilar gegn Wales þann 1. desember og Danmörku þann 5. desember í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en báðir leikir fara fram ytra.


Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn fyrir verkefnið fyrir helgi.

Miklar breytingar urðu á hópnum af ýmsum ástæðanum eftir EM 2022 á Englandi. Steini var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir að hafa kynnt hópinn fyrir verkefnið sem framundan er, hann var spurður hvort þessar miklu breytingar hafi komið honum á óvart.

„Einhverjir leikmenn eru að hætta. Ég svo sem vissi ekki að þeir leikmenn sem urðu ófrískar yrðu ófrískar, ég kom ekki nálægt því, ég vissi ekkert um það. Við erum líka að lenda í meiðslum," sagði Steini.

„Þetta er öll flóran í fótbolta, hætta, óléttar og svo meiðsli. Þetta er meira af því þetta gerist allt í einu. Vonandi kemur meiri stöðugleiki þannig það komi ekki svona stór gusa í einu, það sem hefur afgerandi áhrif er að allt þetta þrennt gerist á sama tíma."


Athugasemdir
banner