Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 19. nóvember 2023 16:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslenska kvennalandsliðið spilar gegn Wales þann 1. desember og Danmörku þann 5. desember í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en báðir leikir fara fram ytra.


Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn fyrir verkefnið fyrir helgi.

Miklar breytingar urðu á hópnum af ýmsum ástæðanum eftir EM 2022 á Englandi. Steini var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir að hafa kynnt hópinn fyrir verkefnið sem framundan er, hann var spurður hvort þessar miklu breytingar hafi komið honum á óvart.

„Einhverjir leikmenn eru að hætta. Ég svo sem vissi ekki að þeir leikmenn sem urðu ófrískar yrðu ófrískar, ég kom ekki nálægt því, ég vissi ekkert um það. Við erum líka að lenda í meiðslum," sagði Steini.

„Þetta er öll flóran í fótbolta, hætta, óléttar og svo meiðsli. Þetta er meira af því þetta gerist allt í einu. Vonandi kemur meiri stöðugleiki þannig það komi ekki svona stór gusa í einu, það sem hefur afgerandi áhrif er að allt þetta þrennt gerist á sama tíma."


Athugasemdir