Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 19. desember 2022 12:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: BBC 
Giftu sig í Mbappe og Messi treyjum
Sachin og Athira.
Sachin og Athira.
Mynd: BBC
Par sem haldið er miklum fótboltaáhuga gifti sig í Kerala í Indlandi í gær, á sama degi og Argentína og Frakkland mættust í úrslitaleik HM. Athöfnin fór fram áður en flautað var til leiks í Katar.

BBC fjallar um þetta áhugaverða brúðkaup Sachin og Athiru sem giftu sig í treyjum merktum Lionel Messi og Kylian Mbappe.

Sachin er gríðarlegur Messi aðdáandi en Athira heldur með franska landsliðinu.

Sagt er frá því að um leið og athöfninni lauk hafi þau drifið sig 206 kílómetra leið að heimili sínu til að horfa á úrslitaleikinn saman.

Argentína á sér marga aðdáendur í Indlandi en í Kerala er Messi ótrúlega vinsæll. Þar hefur fólk safnast saman á götum úti og flugeldar farið á loft.
Athugasemdir
banner
banner
banner