Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. desember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að Messi spili á næsta heimsmeistaramóti - „Tían verður alltaf hans"
Mynd: EPA
Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, heldur í vonina um að Lionel Messi fari með liðinu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir fjögur ár.

Nafnarnir unnu HM í Katar í gær eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Frökkum en þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Argentínu í 36 ár.

Báðir voru því að vinna sinn fyrsta titil og hefur Messi nú fullkomnað feril sinn og náð þeim stóra.

Messi sagði eftir leikinn að hann ætlaði að halda áfram að spila með landsliðinu, en hefur þegar gefið út að þetta hafi verið hans síðasta heimsmeistaramót. Líklegt er að hann spili í Copa America eftir tvö ár og kalli þetta gott, en Scaloni heldur þó í vonina um að hann verði með á næsta HM.

„Það á að vera pláss fyrir Messi á næsta heimsmeistaramóti og ef hann vill halda áfram spila þá verður tían alltaf hans,“ sagði Scaloni við fréttamenn.

Messi verður 39 ára gamall þegar næsta heimsmeistaramót fer fram. Roger Milla var 42 ára þegar hann spilaði með Kamerún árið 1994 og 39 ára gamall Pepe spilaði með Portúgal á HM í Katar. Allt hægt í þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner