Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Grindavík lagði ÍBV - Oliver skoraði
Oliver Heiðarsson skoraði mark ÍBV.
Oliver Heiðarsson skoraði mark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fór með sigur af hólmi gegn ÍBV í æfingaleik í Miðgarði í gær.

ÍBV, sem leikur í Bestu deildinni í sumar, fór með forystuna inn í leikhlé eftir að Oliver Heiðarsson skoraði. Oliver hefur verið eftirsóttur af Val og KA að undanförnu en er eins og staðan er áfram leikmaður ÍBV.

Í seinni hálfleik komu Grindvíkingar til baka og þá skoruðu Christian Bjarmi Alexandersson og Árni Salvar Heimisson.

Á föstudaginn hafði ÍBV leikið æfingaleik gegn Selfossi á útivelli og unnið þann leik. Á sama tíma unnu Haukar sigur á Augnabliki í miklum markaleik.

Þá vann Álafoss 5-1 sigur gegn KM á gervigrasinu fyrir utan Kórinn í gærkvöldi. Á meðal markaskorara fyrir Álafoss var Alexander Aron Davorsson.

Grindavík 2 - 1 ÍBV
1-0 Oliver Heiðarsson
1-1 Cristian Bjarmi Alexandersson
1-2 Árni Salvar Heimisson

Selfoss 0 - 2 ÍBV
Mörk: Arnar Breki Gunnarsson 2

Haukar 8 - 2 Augnablik
Mörk Hauka Djordje Biberdzic 2, Haukur Darri Pálsson 2, Óliver Steinar Guðmundsson, Tómas Atli Björgvinsson, Óliver Þorkelsson, Magnús Ingi Halldórsson.

Álafoss 5 - 1 KM


Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner