Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. febrúar 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Kjarninn 
Man Utd með „hnífa í byssubardaga" undir stjórn Moyes
Við hvetjum fótboltaáhugafólk til að lesa greinina í heild sinni í Kjarnanum.
Við hvetjum fótboltaáhugafólk til að lesa greinina í heild sinni í Kjarnanum.
Mynd: Kjarninn
Það sem Moyes hefur afrekað í starfi sínu  hjá United er, nánast allt, neikvætt. Liðið þykir  leika fyrirsjáanlegan gamaldags bolta.
Það sem Moyes hefur afrekað í starfi sínu hjá United er, nánast allt, neikvætt. Liðið þykir leika fyrirsjáanlegan gamaldags bolta.
Mynd: Getty Images
Og allt í einu varð gaman, ekki bara stressandi, að horfa á  Everton. Allt í einu var liðið alltaf að reyna að vinna.
Og allt í einu varð gaman, ekki bara stressandi, að horfa á Everton. Allt í einu var liðið alltaf að reyna að vinna.
Mynd: Getty Images
„Moyes: Meistari dempaðra væntinga" er heiti á mjög áhugaverðum pistli sem ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, ritar. Þar rýnir hann í ástæður þess hve illa gengur hjá Manchester United undir stjórn Moyes.

Þórður er eldheitur stuðningsmaður Everton og hefur ekki misst af leik svo heitið geti í áratug, og er með merki félagsins húðflúrað á upphandlegginn.

„Þrátt fyrir að hafa aldrei unnið neitt og vera frekar þekktur fyrir neikvæðan og varnarsinnaðar leikstíl var Moyes mjög virtur í knattspyrnuheiminum," segir Þórður en Moyes-tíminn hjá Everton var mikil framför frá árunum á undan og Moyes vann verðskuldaða virðingu með því að kaupa leikmenn ódýrt en selja á toppverði.

„Arfleifðin sem hann skildi eftir sig var sú að David Moyes væri töframaður sem kýldi alltaf yfir vigt, sýndi afburðaklókindi á leikmannamarkaðnum og hefði skilað Everton mun hærra en félagið hafði í raun burði til. En er þetta allt saman satt? Greinarhöfundur hefur séð 95% leikja Everton undanfarna áratugi og því í ágætu færi til að svara þessari spurningu. Og stutta svarið er nei."

Gíslar haldnir Stokkhólmseinkenni
Þórður telur upp að Everton sé stórlið í sögulegu samhengi, hafi orðið Englandsmeistari níu sinnum og einnig orðið Evrópumeistari. Sagan sé glæsileg.

„Davið Moyes umfaðmaði hana hins vegar ekki. Hans lína, sem stuðningsmenn Everton meðtóku eins og gíslar haldnir Stokkhólmseinkenni, var sú að Everton væri í raun ekki samkeppnishæft lið í nútímafótbolta og allan árangur liðsins ætti að skoða í því ljósi. Þessi sýn kristallaðist vel í viðtali sem hann veitti fyrir leik við Miðausturlandafjármagnað Manchester City-lið í september 2011 þegar Moyes líkti stöðunni á þann veg að lið hans væri að fara með „hnífa í byssubardaga". Leikurinn tapaðist auðvitað."

„Þegar litið er yfir árangurinn er hann í raun ekkert sérstakur. Á meðan Moyes var stjóri liðsins vann liðið aldrei útileik á móti United, Arsenal, Liverpool eða Chelsea. Tímabilið sem Everton komst í Meistaradeildina fékk liðið 61 stig og endaði með eitt mark í mínus. Liðið komst auk þess ekki í Meistaradeildina sjálfa. Það datt út í undankeppni hennar gegn reyndar frábæru liði Villareal," segir Þórður.

Martinez eins og mótefni við David Moyes
Hann talar um að Moyes hafi alltaf haldið væntinum í lágmarki hjá Everton, talað um hvað klúbburinn væri lítill og sannfært stuðningsmenn um að hann væri að vinna kraftaverk með því að lenda í sjöunda eða áttunda sæti ár eftir ár.

Roberto Martinez tók við starfi Moyes og með allt aðra hugsjón. „Hann fór í geymsluna á æfingsvæði Everton og náði í allar myndirnar af fornum sigrum sem Moyes hafði tekið niður og hengdi þær aftur upp. Hann hvatti leikmenn til að sækja sér innblástur í sögu klúbbsins. Hann losaði heilt knattspyrnufélag undan þeirri síinnprentuðu hugmynd að það gæti ekki gert betur en meðal."

„Everton er kannski ekki að fara að vinna Meistaratitilinn á næstunni. En það er að minnsta kosti ekki vegna þess að knattspyrnustjórinn trúir því að slíkt sé ómögulegt. Liðið fer aldrei lengra með „hnífa í byssubardaga". Sú hugmyndafræði er nú hugmyndafræði annars sögufrægs stórliðs frá Manchester. Og verður það næstu fimm árin hið minnsta ef eigendur þess tíma ekki að reka David Moyes."

Pistilinn í heild má finna í nýjasta eintaki Kjarnans
Athugasemdir
banner
banner
banner