lau 20. febrúar 2021 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi skoraði í fyrsta sigri Everton á Anfield frá 1999
Gylfi fagnar markinu.
Gylfi fagnar markinu.
Mynd: Getty Images
Henderson fór meiddur af velli í leiknum.
Henderson fór meiddur af velli í leiknum.
Mynd: Getty Images
Liverpool 0 - 2 Everton
0-1 Richarlison ('3 )
0-2 Gylfi Sigurdsson ('83 , penalty goal)

Áfram gengur illa hjá Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Í kvöld þurftu þeir að sætta sig við sitt fyrsta tap gegn Everton á Anfield síðan 1999.

Kevin Campbell skoraði eina mark Everton í sigri 1999. Það mark kom á fjórðu mínútu leiksins. Núna loksins tókst Everton að vinna á þessum sögufræga velli.

Brasilíumaðurinn Richarlison kom Everton yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir undirbúning frá James Rodriguez.

Liverpool varð fyrir áfalli í fyrri hálfleiknum þegar fyrirliði þeirra, Jordan Henderson, fór meiddur af velli. Henderson hefur verið að spila í stöðu miðvarðar síðustu vikur vegna meiðslavandræða í þeirri stöðu. Þessi meiðslavandræði virðasta engan endi ætla að taka.

Englandsmeistararnir stjórnuðu ferðinni í leiknum en Jordan Pickford var mjög öflugur í leiknum og vörðust gestirnir vel.

Pickford varði stórkostlega frá Henderson í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleik náði hann að loka vel á Mohamed Salah þegar Egyptinn var kominn í ágætis færi.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og hann gerði út um leikinn þegar hann skoraði af vítapunktinum á 81. mínútu. Trent Alexander-Arnold braut á Dominic Calvert-Lewin og Gylfi fór á punktinn. Vítaspyrnan var ekki föst en hún var nákvæm.

Everton landaði þessum sigri, lokatölur 0-2. Liverpool sem var lengi vel ósigrandi á heimavelli í deildinni hefur núna tapað fjórum heimaleikjum í röð. Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 25 leiki. Everton fer upp að hlið Liverpool með þessum sigri, en bæði lið eru núna með 40 stig.
Klukkan 20:00 hefst fallbaráttuslagur Fulham og Sheffield United. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.

Önnur úrslit í dag:
England: Jafnt hjá Southampton og Chelsea
England: Tíu leikmenn West Brom klaufar gegn Burnley
Athugasemdir
banner
banner
banner