Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. febrúar 2023 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Adam og Valgeir unnu í bikarnum - Frábær sigur Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Atromitos

Adam Ingi Benediktsson kom inn af bekknum í fyrri hálfleik og varði mark Gautaborgar út leikinn í 3-2 sigri gegn Utsikten í sænska bikarnum.


Adam Ingi kom inn fyrir meiddan Pontus Dahlberg á 38. mínútu, í stöðunni 1-1. Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppni bikarsins þar sem helsti andstæðingur Gautaborgar verður Íslendingalið Norrköping.

Valgeir Valgeirsson og Axel Óskar Andrésson voru þá í byrjunarliði Örebro sem lagði Brommapojkarna á útivelli. Djurgården verður helsti andstæðingur Örebro í riðlakeppninni.

Göteborg 3 - 2 Utsikten

Brommapojkarna 1 - 2 Örebro

Kristian Nökkvi Hlynsson og Elías Már Ómarsson voru þá í byrjunarliðum í hollensku B-deildinni.

Kristian Nökkvi lék allan leikinn í 4-2 sigri Jong Ajax á meðan Elías Már lék í 4-1 tapi NAC Breda.

Jong Ajax er áfram í neðri hluta deildarinnar en þetta er gífurlega sárt tap fyrir Elías Má og félaga sem eru fjórum stigum frá umspilssæti. Tapið kom gegn botnliði Jong Utrecht.

Jong Ajax 4 - 2 Maastricht

Jong Utrecht 4 - 1 NAC Breda

Í Grikklandi fékk Viðar Örn Kjartansson að spila seinni hálfleikinn í 1-0 sigri Atromitos gegn Levadiakos. Samúel Kári Friðjónsson var ónotaður varamaður í liði Atromitos sem er í sjöunda sæti, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni og með leik til góða.

Guðmundur Þórarinsson lék þá allan leikinn í varnarlínu OFI Crete sem tapaði fyrir Aris Thessaloniki á heimavelli. Krítarliðið er með 23 stig eftir 23 umferðir.

Atromitos 1 - 0 Levadiakos

OFI Crete 0 - 3 Aris

Að lokum var Rúnar Már Sigurjónsson ekki í hóp hjá FC Voluntari sem tapaði í rúmensku deildinni, en Rúnar Már er líklegast fjarverandi vegna meiðsla á meðan Elías Rafn Ólafsson var ónotaður varamaður í frábærum 0-4 sigri Midtjylland gegn Viborg.

Mið-Jótlendingar eru í fjórða sæti með 26 stig eftir sigurinn en Viborg er í öðru sæti með 32 stig. Hinn efnilegi Gustav Isaksen setti þrennu í sigrinum.

Þá unnu Odense og Start æfingaleiki gegn Aarhus Fremad og Ham-Kam.

U. Craiova 2 - 1 FC Voluntari

Viborg 0 - 4 Midtjylland 

Odense 3 - 2 Aarhus Fremad

Start 2 - 1 Ham-Kam


Athugasemdir
banner
banner