Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 20. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ánægðir með starf Potter þó úrslitin séu slæm
Graham Potter, stjóri Chelsea.
Graham Potter, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea tapaði um helgina 1-0 fyrir Southampton, neðsta liði ensku úrvalsdeildarinnar. Umræðan um að Graham Potter eigi að missa starfið verður bara háværari.

En Telegraph segir að eigandinn Todd Boehly muni halda áfram að setja traustið á Potter og vonast til að hann geti gert liðið sigursælt til framtíðar. Hann sé ánægður með starf Potter bak við tjöldin þó úrslitin innan keppnisvallarins hafi ekki verið góð.

Potter muni allavega fá tækifæri til að hefja næsta tímabil með stjórnartaumana.

Chelsea hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum en ánægja sé hinsvegar með æfingar og leikgreiningar Potter. Þá taki hann stórar ákvarðanir í samráði við stjórnina, eins og til dæmis að vera ekki með Pierre-Emerick Aubameyang í Meistaradeildarhópnum.

Potter hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna ekki nægilega miklar tilfinningar á hliðarlínunni en bak við tjöldin kveður við annan tón og hann hefur haldið opinskáar samræður við leikmenn og látið vita af óánægju sína með frammistöðuna.

Potter tók við Chelsea eftir að Thomas Tuchel var rekinn og stjórnendur félagsins vilja ekki dæma hann of hart í ljósi þess að hann hafi ekki tekið undirbúningstímabil með liðinu.

Það gæti sett Chelsea í erfiða stöðu að reka Potter núna, strembið yrði að finna nægilega hæfan stjóra til að taka við þegar aðeins þrír mánuðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner