Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Biancheri kvaddi Cardiff - Á leið til Man Utd
Biancheri er stjarnan í U16 landsliði Wales.
Biancheri er stjarnan í U16 landsliði Wales.
Mynd: velska knattspyrnusambandið

Enskir fjölmiðlar eru sammála um að táningurinn efnilegi Gabriele Biancheri sé búinn að velja Manchester United sem næsta áfangastað.


Biancheri er fæddur 2006 og skrifar undir fjögurra ára samning við Man Utd. Hann kvaddi Cardiff City með færslu á samfélagsmiðlum um helgina. 

Hann leikur sem framherji og er afar fjölhæfur þar sem hann getur leikið í öllum stöðum í fremstu víglínu.

Það voru nokkur félög sem höfðu áhuga á Biancheri en Man Utd vann kapphlaupið að lokum, eftir harða baráttu við Chelsea á lokametrunum.

Biancheri er lágvaxinn, snöggur og leikinn kantmaður sem fær hér með tækifæri til að þróa sinn leik við topp aðstæður innan herbúða Rauðu djöflanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner