banner
   mán 20. febrúar 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casillas og Pique tókust á um mútuskandalinn
Mynd: EPA

Það er allt vitlaust í fótboltaheiminum á Spáni eftir að fregnir bárust um mögulega stórfelldar dómaramútur Barcelona.


Iker Casillas og Gerard Pique, sem eru goðsagnir hjá Real Madrid, Barcelona og spænska landsliðinu, ræddu málin í spjallþætti í spænska sjónvarpinu og hefur skemmtilegt myndbrot þaðan ratað á veraldarvefinn.

Þar er Casillas að útskýra fyrir Pique að hann trúi því ekki í eina sekúndu að greiðslurnar frá Barcelona hafi verið fyrir eitthvað annað en dómaramútur.

„Bíddu í eina sekúndu," sagði Casillas til að taka orðið frá Pique. „Þegar eitt fótboltalið fer í gegnum tvö ár án þess að fá eitt rautt spjald eða vítaspyrnu gegn sér, það er ótrúlegt."

Pique, sem heldur fram sakleysi Barcelona, ætlaði að svara fyrir sig en Casillas greip fram í fyrir honum.

„Hvernig stendur á því? Komust andstæðingarnir ykkar bara aldrei inn í teig útaf þessu tiki-taka sem þið spiluðuð?"

Sjá einnig:
Barcelona sakað um stórfelldar dómaramútur


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner