Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sema og Sarr skópu sigurinn í markaleik

Watford 3 - 2 West Brom
1-0 Ken Sema ('23)
1-1 Conor Townsend ('56)
2-1 Ismaila Sarr ('66)
2-2 Jed Wallace ('72)
3-2 Ken Sema ('78)


Watford og West Bromwich Albion áttust við í hörkuleik í umspilsbaráttu ensku Championship deildarinnar í kvöld.

Watford var talsvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og heimamenn óheppnir að vera aðeins einu marki yfir þegar flautað var til leikhlés. Ken Sema skoraði það á 23. mínútu.

Gestirnir frá West Bromwich voru sterkari í gríðarlega opnum og fjörugum síðari hálfleik. Þeim tókst að jafna í tvígang en það dugði ekki til.

Fyrst jafnaði Conor Townsend eftir stoðsendingu frá Jayson Molumby en Ismaila Sarr kom heimamönnum yfir á nýjan leik.

Næst jafnaði Jed Wallace, aftur eftir stoðsendingu frá Molumby, en skömmu síðar var Sema búinn að setja boltann í netið á nýjan leik. Sema skaut þá í varnarmann og breytti boltinn um stefnu áður en hann fór í netið. Óljóst er hvort það verði skráð sem sjálfsmark eða ekki.

Lokatölur 3-2 og er Watford komið aftur upp í umspilssæti, með 50 stig eftir 33 umferðir. West Brom er með 45 stig en á leik til góða.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner