
Pinatar æfingamótið klárast á morgun en Ísland mætir Filippseyjum klukkan 19:30. Fyrr um daginn mætast Wales og Skotland.
Ísland vinnur mótið með sigri, nema ef Wales nær að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en íslenska liðið.
Ísland vann 2-0 sigur gegn Skotlandi og gerði svo markalaust jafntefli gegn Wales í leik þar sem velska liðið fékk hættulegri færi.
Ísland vinnur mótið með sigri, nema ef Wales nær að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en íslenska liðið.
Ísland vann 2-0 sigur gegn Skotlandi og gerði svo markalaust jafntefli gegn Wales í leik þar sem velska liðið fékk hættulegri færi.
„Ég held að það sé ágætis stígandi í þessu hjá okkur, margt sem við getum gert betur en margt sem við gerum ágætlega," segir Elísa Viðarsdóttir, leikmaður íslenska liðsins. Varðandi jafnteflið gegn Wales sagði hún:
„Mér fannst við ná að leysa fyrstu pressuna vel. Ég hefði viljað sjá okkur taka aðeins betri ákvarðanir og hreyfingar í kjölfarið. Varnarleikurinn var ágætur heilt yfir en við hefðum þurft að skapa okkur betri marktækifæri til að klára leikinn."
„Við viljum alltaf berjast á toppnum og við stefnum á að ná okkur í titil. Það er mikilvægt í okkar þróun að vinna leiki."
KSÍ birti viðtöl við Elísu og Guðrúnu Arnardóttur í dag:
????? Viðtal við Elísu Viðarsdóttur eftir æfingu dagsins.#dottir pic.twitter.com/VXzgw2tJLq
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 20, 2023
????? KSÍ TV ræddi við Guðrúnu Arnardóttur í dag.#dottir pic.twitter.com/t9edEY7px3
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 20, 2023
Athugasemdir