Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. febrúar 2023 08:20
Elvar Geir Magnússon
Fara fram á að Robinho afpláni fangelsisdóminn í Brasilíu
Robinho er 39 ára en hann lagði skóna á hilluna 2020.
Robinho er 39 ára en hann lagði skóna á hilluna 2020.
Mynd: Getty Images
Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á að Robinho, fyrrum sóknarmaður AC Milan, Manchester City og Real Madrid, muni afplána níu ára fangelsisdóm sinn í heimalandinu Brasilíu.

Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi árið 2017 fyrir nauðgun en atvikið átti sér stað í Mílanó árið 2013.

Fjölmiðlar í Brasilíu fjalla um málið og brasilíska utanríkisráðuneytið staðfestir að beiðni hafi borist.

Robinho, sem heitir fullu nafni Robson de Souza, býr í Brasilíu og hefur alltaf neitað sök. Dómsmálaráðuneyti Ítalíu hafði í síðustu viku gefið út alþjóðlega handtökuskipun eftir að æðsti dómstóll landsins staðfesti sakfellingu hans fyrir nauðgun.

En Brasilía framselur ekki ríkisborgara sína, sem myndi þýða að Robinho yrði aðeins handtekinn ef hann ferðaðist erlendis.

Robinho og fimm aðrir Brasilíumenn eru dæmdir fyrir hópnauðgun. Sakfellingin var staðfest af áfrýjunardómstóli árið 2020 og staðfest af hæstarétti Ítalíu í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner