Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá eru 60 prósent líkur á því að við höldum okkur uppi"
Íslendingaliðið Lyngby náði í stig gegn toppliði Nordsjælland í dönsku Superliga í gær. Leikurinn var liður í fyrstu umferð eftir vetrarfrí.

Lyngby lenti undir eftir um klukkutíma leik en varamaðurinn Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma og tryggði Lyngby stig. Markið var fyrsta mark Alfreðs í deildinni fyrir Lyngby og jafnaði hann með því met Eiðs Smára Guðjohnsen og Viðars Arnar Kjartanssonar yfir íslenska leikmenn sem hafa skorað deildarmark í flestum löndum.

Lyngby er áfram á botni deildarinnar, með níu stig eftir átján umferðir. Liðið er þrettán stigum frá öruggu sæti. Horsens, sem tapaði í gær, er í þriðja neðsta sæti með 22 stig og einnig með markatöluna með sér í vil.

Fjórar umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni en í kjölfarið er deildini tvískipt og leiknir tíu leikir til viðbótar þar sem liðin halda stigunum úr deildarkeppninni.

Freysi var í viðtali við bold.dk fyrir leikinn í gær.

„Ef þú spyrð veðbankana þá eru örugglega fimm prósent líkur, en ef þú spyrð mig þá eru 60 prósent líkur á því að við höldum okkur uppi. Ég hef trú á verkfninu," sagði Freyr.

Sjá einnig:
Einn af tíu í heiminum sem trúir að Lyngby geti haldið sér uppi - „Ekki skemmtilegt"


Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner