Íslendingaliðið Lyngby náði í stig gegn toppliði Nordsjælland í dönsku Superliga í gær. Leikurinn var liður í fyrstu umferð eftir vetrarfrí.
Lyngby lenti undir eftir um klukkutíma leik en varamaðurinn Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma og tryggði Lyngby stig. Markið var fyrsta mark Alfreðs í deildinni fyrir Lyngby og jafnaði hann með því met Eiðs Smára Guðjohnsen og Viðars Arnar Kjartanssonar yfir íslenska leikmenn sem hafa skorað deildarmark í flestum löndum.
Lyngby lenti undir eftir um klukkutíma leik en varamaðurinn Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma og tryggði Lyngby stig. Markið var fyrsta mark Alfreðs í deildinni fyrir Lyngby og jafnaði hann með því met Eiðs Smára Guðjohnsen og Viðars Arnar Kjartanssonar yfir íslenska leikmenn sem hafa skorað deildarmark í flestum löndum.
Lyngby er áfram á botni deildarinnar, með níu stig eftir átján umferðir. Liðið er þrettán stigum frá öruggu sæti. Horsens, sem tapaði í gær, er í þriðja neðsta sæti með 22 stig og einnig með markatöluna með sér í vil.
Fjórar umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni en í kjölfarið er deildini tvískipt og leiknir tíu leikir til viðbótar þar sem liðin halda stigunum úr deildarkeppninni.
Freysi var í viðtali við bold.dk fyrir leikinn í gær.
„Ef þú spyrð veðbankana þá eru örugglega fimm prósent líkur, en ef þú spyrð mig þá eru 60 prósent líkur á því að við höldum okkur uppi. Ég hef trú á verkfninu," sagði Freyr.
Sjá einnig:
Einn af tíu í heiminum sem trúir að Lyngby geti haldið sér uppi - „Ekki skemmtilegt"
???? Metjöfnun
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 19, 2023
????????????????????????????????????????????????????????????????
8?? : Alfreð hefur nú skorað í deildarkeppnum átta landa á ferlinum. Hann jafnar þar með met Eiðs Smára og Viðars Arnar. #fotboltinet #sldk https://t.co/tH2GsQMDJO pic.twitter.com/95KtmUxowU
FINNBOGASON: ET UTROLIGT VIGTIGT MÅL ????
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) February 19, 2023
Alfred Finnbogason skabte ekstase på Lyngby Stadion, da han i dommerens tillægstid gjorde det til 1-1????
Hør Finnbogasons reaktion på kampen her!
Alfred Finnbogason præsenteres af Stålrør Dimensions Ahead. pic.twitter.com/5MdkyYGSAc
Stöðutaflan
Danmörk
Danmörk - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir