banner
   mán 20. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garnacho ekki að fara neitt - Samkomulag um nýjan samning
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho er búinn að ná samkomulagi við Manchester United um nýjan fimm ára samning.

Viðræður hafa staðið yfir undanfarnar vikur en samkvæmt ESPN er leikmaðurinn efnilegi búinn að gera munnleg samkomulag um samning til 2028.

Núgildandi samningur hans gildir til 2024 en talið er að félög á borð við Barcelona, Bayern München og Real Madrid séu að fylgjast með stöðu hans.

Garnacho vill þó halda áfram vegferð sinni með Man Utd og ætlar að vera áfram hjá félaginu. Hann mun fá veglega launahækkun með nýjum samningi, skiljanlega.

Garnacho, sem er 18 ára, hefur spilað 25 leiki á þessu tímabili og skorað þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner