Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 10:31
Elvar Geir Magnússon
Griezmann segir erfiðara að skora vegna mótmæla stuðningsmanna
Mynd: EPA
Atletico Madrid tryggði sér mikilvægan sigur gegn Athletic Bilbao í gær en Antoine Griezmann skoraði eina mark leiksins. Atletico Madrid er í fjórða sæti, Meistaradeildarsæti, og viðheldur fimm stiga forskoti á Real Betis sem er í fimmta sæti.

Sá hluti stuðningsmanna Atletico sem lætur mest í sér heyra á Metropolitano leikvangnum stendur í mótmælum gegn eigendum félagsins, sérstaklega Miguel Angel Gil Marin og fjölskyldu.

Mótmælin ganga út á að stuðningsmennirnir eru þöglir í gegnum leikinn og syngja aðeins til stuðnings Diego Simeone, stjóra liðsins. Þetta hefur skapað furðulegt andrúmsloft og oft ríkir þögnin á heimaleikjum Atletico.

Eftir sigurinn í gær kallaði Griezmann eftir því að ágreiningurinn verði lagður til hliðar sem fyrst.

„Vonandi næ ég að skora fleiri mikilvæg mörk, ég fékk færi til að skora fleiri. Það er samt erfiðara að skora vegna mótmæla stuðningsmanna. Vonandi finnst lausn því við þurfum ða þeim að halda, með þeirra stuðningi getum við komist mun lengra," sagði Griezmann.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner