Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Botnliðið barðist fyrir stigi í Tórínó
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Torino 2 - 2 Cremonese
1-0 Antonio Sanabria ('41, víti)
1-1 Frank Tsadjout ('54)
1-2 Emanuele Valeri ('74)
2-2 Wilfried Singo ('79)


Torino tók á móti botnliði Cremonese í lokaleik 23. umferðar ítalska deildartímabilsins.

Heimamenn í Torino voru sterkari stærsta hluta leiksins en gestirnir gáfust aldrei upp og komust nálægt því að stela öllum stigunum.

Leikmenn Torino leiddu 1-0 í hálfleik en voru óheppnir að skora ekki meira fyrir leikhlé. Antonio Sanabria gerði eina mark liðsins úr vítaspyrnu á 41. mínútu.

Síðari hálfleikurinn var jafnari þar sem gestirnir frá Cremona voru hættulegir og náðu að skora tvö mörk úr þokkalega erfiðum færum. Fyrst skoraði Frank Tsadjout og svo kom bakvörðurinn Emanuele Valeri gestunum yfir en gleðin varði ekki í langan tíma.

Fimm mínútum síðar var bakvörðurinn sókndjarfi Wilfried Singo búinn að jafna með góðu marki þar sem hann gerði vel að halda ró sinni og plata varnarmann Cremonese upp úr skónum áður en hann skoraði. 

Meira var ekki skorað og urðu lokatölurnar 2-2. Cremonese er áfram á botni deildarinnar, með 9 stig eftir 23 umferðir. Torino siglir lygnan sjó í efri hlutanum, tíu stigum frá Evrópubaráttunni.

Cremonese er tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner
banner