Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2023 14:03
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Það voru pyntingar að horfa á leikinn aftur
Klopp eftir tapleikinn í úrslitaleiknum.
Klopp eftir tapleikinn í úrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool tekur á móti Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Real Madrid hafði betur þegar liðin áttust við í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabil.

„Real Madrid er eitt stærsta félag heims. Við spiluðum úrslitaleikinn í París og ég horfði aftur á leikinn um helgina. Ég gerði mér grein fyrir því af hverju ég hafði ekki gert það fyrr," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Það voru pyntingar að horfa á leikinn, við spiluðum góðan leik og hefðum getað unnið en þeir skoruðu úrslitamarkið. Í leiknum sér maður vel reynsluna sem þeir búa yfir, hversu vel þeir halda einbeitingu. Þeir eru tilbúnir þegar tækifærið gefst. Maður getur lært það af þeim."

„Ég get ekki beðið eftir þessum leik. Við erum ólík lið sem spilum í ólíkum deildum. Þetta er Meistaradeildin og ein stærsta viðureign í heimi. Þetta verður toppleikmaður og ég er ánægður með að hann komi á þessum tímapunkti."

Liverpool hefur unnið tvo deildarleiki í röð og hefur verið að endurheimta lykilmenn af meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner