banner
   mán 20. febrúar 2023 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lallana meiddur út tímabilið - De Zerbi vill framlengja
Lallana ásamt Graham Potter áður en sá síðarnefndi skipti til Chelsea.
Lallana ásamt Graham Potter áður en sá síðarnefndi skipti til Chelsea.
Mynd: EPA

Adam Lallana, miðjumaður Brighton sem verður 35 ára í apríl, spilar líklega ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla.


Miðjumaðurinn leikreyndi verður samningslaus í sumar og greinir The Athletic frá því að Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, sé búinn að biðja stjórn félagsins um að framlengja samninginn um eitt ár.

De Zerbi telur Lallana vera gríðarlega mikilvægan leikmann og vill halda honum út næstu leiktíð.

„Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur því Adam er einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Ég veit ekki hvað er að, þið verðið að spyrja læknateymið út í það. Mér var sagt að hann muni líklega ekki spila annan leik á tímabilinu," sagði De Zerbi.

Lallana skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sextán úrvalsdeildarleikjum áður en hann meiddist í 2-2 jafntefli gegn Leicester fyrir mánuði síðan.


Athugasemdir
banner
banner