Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. febrúar 2023 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Þrenna frá Kristjáni sökkti Sandgerðingum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

ÍH 4 - 2 Reynir S.
0-1 Elfar Máni Bragason ('32)
1-1 Kristján Ólafsson ('38)
2-1 Kristján Ólafsson ('52, víti)
3-1 Kristján Ólafsson ('70)
3-2 Ársæll Kristinn Björnsson ('90)
4-2 Dagur Már Oddsson ('93)


ÍH tók á móti Reyni Sandgerði í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikarsins og tóku gestirnir frá Sandgerði forystuna í fyrri hálfleik þegar Elfar Máni Bragason setti boltann í netið.

Kristján Ólafsson jafnaði og var staðan 1-1 í leikhlé en Kristján átti eftir að koma aftur við sögu í síðari hálfleik. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 52. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna sína.

Gestunum tókst ekki að minnka muninn fyrr en undir lokin þegar Ársæll Kristinn Björnsson skoraði beint úr aukaspyrnu en Dagur Már Oddsson innsiglaði sigur ÍH í uppbótartíma og urðu lokatölur 4-2.


Athugasemdir
banner
banner