Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lík Atsu var flutt til Gana
Kistan borin úr flugvélinni í Gana.
Kistan borin úr flugvélinni í Gana.
Mynd: Getty Images

Fótboltamaðurinn Christian Atsu fannst látinn í rústum í Tyrklandi eftir að jarðskjálfti reið þar yfir á dögunum. Atsu var 31 árs leikmaður Hatayspor í Tyrklandi en var meðal annars hjá Everton, Chelsea og Newcastle á ferli sínum.


Lík Atsu var flutt til Gana, heimalands hans, og lenti flugvélin með kistu hans í höfuðborginni Akkra í gær. Hann mun hljóta viðeigandi útför í Gana en þar var hann ákaflega vinsæll.

Atsu hafði verið týndur í nokkra daga áður en hann fannst síðastliðinn laugardag, sama dag og Newcastle keppti á móti Liverpool.

Eddie Howe stjóri Newcastle sagði nokkur orð um Atsu á fréttamannafundi.

„Þetta hefur verið erfiður dagur, að vakna við þessar fréttir var hrikalegt fyrir mig, alla sem tengjast Newcastle og alla sem þekktu Atsu. Ég vann með honum yfir eitt tímabil, hann var viðkunnanlegur náungi, góður liðsmaður og frábær leikmaður. Við erum niðurbrotin fyrir hann og hans fjölskyldu," sagði Howe.

Atsu var á láni hjá Bournemouth tímabilið 2015/16 þegar Howe var við stjórnvölin.


Athugasemdir
banner
banner
banner