Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd fylgist með serbneskum markverði - Gvardiol vill fara til Englands
Powerade
Manchester United skoðar Djordje Petrovic.
Manchester United skoðar Djordje Petrovic.
Mynd: Getty Images
Gvardiol vill fara í enska boltann.
Gvardiol vill fara í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Hér er mánudagsslúðrið. Petrovic, Gvardiol, Ziyech, Rodri, Tierney, Thuram og fleiri í pakkanum í dag. BBC tekur saman slúðrið úr hinum ýmsu miðlum.

Njósnarar Manchester United fylgjast með serbneska markverðinum Djordje Petrovic (23) hjá New England Revolution. Hann er meðal bestu markvarða MLS_deildarinnar og á tvo landsleiki með Serbíu. (Tom Bogert)

Króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol (21) hjá RB Leipzig segist vilja spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann var nálægt því að ganga í raðir Leeds United 2020 og hefði getað skrifað undir hjá Chelsea síðasta sumar. (Times)

Bayern München hefur blandað sér í baráttu við Paris St-Germain um marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (29) hjá Chelsea. (Fijaches)

Todd Boehly eigandi Chelsea hefur ekki í hyggju að reka Graham Potter þrátt fyrir tapið gegn Southampton á laugardag. (Mirror)

Barcelona hefur áhuga á spænska miðjumanninum Rodri (26) hjá Manchester City og gæti gert 80 milljóna punda tilboð í sumar. (Football Insider)

Tottenham horfir til síns fyrrum stjóra, Mauricio Pochettino, ef Antonio Conte fer frá félaginu í lok tímabils. (Nicolo Schira)

Newcastle United fylgist grannt með skoska varnarmanninum Kieran Tierney (25) hjá Arsenal. (Football Insider)

Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management í New York hefur áhuga á að fjárfesta í Manchester United og gefa Glazer bræðrum möguleika á að vera áfram eigendur félagsins. (ESPN)

Inter er að vinna baráttuna um franska framherjann Marcus Thuram (25) hjá Borussia Mönchengladbach. Thuram hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Bayern München. (Calciomercato)

Chelsea og Tottenham skoða það að gera sumartilboð í írska framherjann Evan Ferguson (18) hjá Brighton. (Sun)

Sevilla hefur áhuga á að tryggja sér lánssamning fyrir Sergio Gomez (22), spænska bakvörðinn hjá Manchester City. (Fijaches)
Athugasemdir
banner
banner
banner