Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Mane segir að Origi sé bestur að klára færin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sadio Mane, sem skipti frá Liverpool til FC Bayern síðasta sumar, svaraði spurningum frá fylgjendum sínum á TikTok og komu nokkur svör frá honum á óvart, en þó sérstaklega eitt.


Mane lék ásamt Mohamed Salah, Roberto Firmino og fleirum hjá Liverpool og hjá Bayern er hann samherji leikmanna á borð við Serge Gnabry, Leroy Sane og Jamal Musiala, en þegar hann var spurður út í liðsfélaga sinn sem er bestur að klára færi nefndi hann Divock Origi til sögunnar.

Origi er 27 ára gamall Belgi sem var samherji Mane hjá Liverpool í sex ár frá 2016 til 2022. Hann skipti yfir til ítalíumeistara AC Milan á frjálsri sölu síðasta sumar en er aðeins kominn með tvö mörk í 21 leik fyrir félagið. Hjá Liverpool, líkt og hjá Milan, var Origi notaður sem svokallaður 'ofurvaramaður' sem kemur inn af bekknum seint í leikjum til að reyna að breyta gangi mála.

Origi reyndist gríðarlega mikilvægur fyrir Liverpool þar sem hann skoraði ótrúlega mikilvæg mörk fyrir félagið, en í heildina gerði hann 41 mark og átti 18 stoðsendingar í 175 leikjum.

Þetta svar Mane kemur ekki öllum á óvart því Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, tjáði sig um hæfileika Origi á fréttamannafundi fyrir tveimur árum.

„Divock er einn af allra bestu leikmönnum heims þegar kemur að því að klára færi - og við höfum starfað með þónokkrum sóknarmönnum hjá mismunandi knattspyrnufélögum," sagði Lijnders. „Hann er í algjörum heimsklassa þegar kemur að því að klára færin. Vandinn er bara að koma honum í réttar stöður."


Athugasemdir
banner
banner
banner