Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. febrúar 2023 23:22
Ívan Guðjón Baldursson
Modric vill taka annað ár hjá Real Madrid
Modric á 467 keppnisleiki að baki fyrir Real Madrid og kemst vafalaust uppfyrir 500 með nýjum samningi.
Modric á 467 keppnisleiki að baki fyrir Real Madrid og kemst vafalaust uppfyrir 500 með nýjum samningi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric vill vera áfram hjá Real Madrid á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga 38 ára afmæli í september.


Modric er áfram gífurlega mikilvægur hlekkur í sterku liði Real Madrid þrátt fyrir hækkandi aldur, auk þess að vera fyrirliði króatíska landsliðsins.

Modric, sem hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar á tíu árum hjá Real, rennur út á samningi í sumar eftir að hafa gert eins árs samning við félagið í fyrra.

„Ég vil vera hérna áfram því ég get ennþá gefið gott framlag. Ég vil ekki fá samning útaf því sem ég hef gert í fortíðinni, ég vil vera hérna áfram því ég hef eitthvað til að gefa liðinu. Á ferlinum hef ég aldrei fengið neitt gefins og ég vil ekki að það byrji núna," sagði Modric á fréttamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram annað kvöld.

„Ef félagið telur sig hafa not fyrir mig, þá vil ég ólmur vera hérna áfram. Annars ekki."

Það eru nokkrir ansi öflugir miðjumenn innan herbúða Real Madrid og hefur félagið verið sterklega orðað við Jude Bellingham, ungstirni Borussia Dortmund sem getur valið sér næsta áfangastað. Öll stærstu félög Evrópu vilja fá hann í sínar raðir.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real, vill halda Modric en óljóst er hvort Ítalinn verði enn við stjórnvölinn í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner