West Ham er komið í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tap gegn Tottenham í gær. Daily Mail segir að David Moyes haldi starfi sínu þrátt fyrir úrslitin en staða hans gæti hinsvegar breyst næsta laugardag.
West Ham á þá leik gegn Nottingham Forest á heimavelli, tap þar gæti ýtt stjórn félagsins í að þurfa að taka ákvörðun.
West Ham á þá leik gegn Nottingham Forest á heimavelli, tap þar gæti ýtt stjórn félagsins í að þurfa að taka ákvörðun.
Moyes er meðvitaður um að komandi leikur sé mikilvægur, reyndar sagði hann sjálfur á fréttamannafundi í gær að 'hann væri mjög mikilvægur' og veit að tap þar setur sig í afar slæma stöðu.
Daily Mail tók saman þrjú lykilatriði sem Moyes þarf að laga til að halda starfinu.
Taka liðið úr handbremsunni
Af þeim sem byrjuðu leikinn í gær voru bara tveir sóknarmenn; Jarrod Bowen og Michail Antonio. Annars voru fimm varnarmenn og þrír varnartengiliðir. Hamrarnir voru of varnarsinnaðir og fyrirsjáanlegir.
Ings verður að byrja
Michail Antonio er góður í að halda boltanum uppi en einn sem fremsti maður kemur ekki nægilega mikið út úr honum. Í síðustu sjö úrvalsdeildarleikjum hefur hann átt eitt skot á rammann. West Ham þarf meiri sköpunarmátt og mörk til að vinna leiki og því verður Danny Ings að byrja.
Laga föst leikatriði
Síðustu tímabil hefur West Ham verið meðal þeirra liða sem skorað hafa flest skallamörk. Á þessu tímabili er liðið neðst í þeim hluta. Liðið var í öðru sæti yfir mörk úr föstum leikatriðum en er nú númer átján. Liðið skoraði flest mörk allra eftir fyrirgjafir en er nú neðst.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir