ÍH hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í 3. deild karla því markvörðurinn Óskar Sigþórsson er genginn í raðir félagsins frá Kórdrengjum.
Óskar er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá FH. Hann skipti yfir í Hauka í 2. flokki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka. Hann skipti svo yfir í Kórdrengi fyrir tímabilið í fyrra og varði mark liðsins í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, fimm í Mjólkurbikarnum og fjórum í Lengjudeildinni.
Óskar er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá FH. Hann skipti yfir í Hauka í 2. flokki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka. Hann skipti svo yfir í Kórdrengi fyrir tímabilið í fyrra og varði mark liðsins í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, fimm í Mjólkurbikarnum og fjórum í Lengjudeildinni.
ÍH hefur þá fengið framherjann Arnar Sigþórsson (2001) alfarið frá FH en hann var á láni í fyrra og skoraði þá ellefu mörk í 3. deildinni.
Í færslu á samfélagsmiðlum segir þá einnig að félagið hafi endurheimt tvo fyrrum leikmenn félagsins því Atli Már Grétarsson og Kristján Ólafsson eru aftur mættir í ÍH.
ÍH á leik gegn Reyni Sandgerði í B-deild Lengjubikarsins í kvöld.
Kristján lék 15 leiki og skoraði 3 mörk fyrir Hauka í 2.deildinni í fyrra og var hjá okkur 2021, tímabilið sem þekkt er sem “the great escape”. Atli er að draga fram skóna að nýju eftir að hafa leikið með okkur 2018 og Óskar á að baki 72 leiki fyrir Hauka og Kórdrengi. pic.twitter.com/6xOyxw8fSz
— ÍH Knattspyrna (@IHKnattspyrna) February 20, 2023
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir