Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. febrúar 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Sigþórsson frá Kórdrengjum í ÍH (Staðfest)
Óskar í leik með Haukum tímabilið 2021.
Óskar í leik með Haukum tímabilið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í 3. deild karla því markvörðurinn Óskar Sigþórsson er genginn í raðir félagsins frá Kórdrengjum.

Óskar er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá FH. Hann skipti yfir í Hauka í 2. flokki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka. Hann skipti svo yfir í Kórdrengi fyrir tímabilið í fyrra og varði mark liðsins í fjórum leikjum í Lengjubikarnum, fimm í Mjólkurbikarnum og fjórum í Lengjudeildinni.

ÍH hefur þá fengið framherjann Arnar Sigþórsson (2001) alfarið frá FH en hann var á láni í fyrra og skoraði þá ellefu mörk í 3. deildinni.

Í færslu á samfélagsmiðlum segir þá einnig að félagið hafi endurheimt tvo fyrrum leikmenn félagsins því Atli Már Grétarsson og Kristján Ólafsson eru aftur mættir í ÍH.

ÍH á leik gegn Reyni Sandgerði í B-deild Lengjubikarsins í kvöld.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner