Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 20. febrúar 2023 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Úrslit undanfarinna leikja skiljanleg
Mynd: EPA
Hluti stuðningsmanna á Stamford Bridge baulaði og kallaði eftir því að Graham Potter yrði rekinn eftir 0-1 tap Chelsea gegn Southampton um helgina.

Potter tefldi fram byrjunarliði með fimm nýjum leikmönnum sem voru keyptir inn í janúar en stórstjörnunum tókst ekki að skora gegn vel skipulögðum gestum.

„Þetta er heimurinn sem við búum í. Þegar úrslitin detta ekki með þér þá eykst pressan. Það eru margir þættir sem spila inní, sérstaklega sú staðreynd að það eru gríðarlegar breytingar í gangi innan félagsins með nýjum áherslum og mikið af nýjum leikmönnum. Í ljósi þess eru úrslit undanfarinna leikja skiljanleg, en á sama tíma þá eru stuðningsmenn tilfinningaríkir og ósáttir með að liðið sé að tapa," svaraði Potter þegar hann var spurður út í pressu frá stuðningsmönnum.

„Ég er ekki heimskur eða barnalegur. Mitt starf er að halda áfram að gera mitt besta til að hjálpa liðinu í gegnum erfiðan kafla og taka við gagnrýninni.

„Ég get bara verið ég sjálfur. Það gæti verið að fólk vilji eitthvað annað."

Chelsea mætir Tottenham í nágrannaslag um næstu helgi og á svo leiki við Leeds United og Borussia Dortmund.

Liðið er óvænt í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, heilum ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner