Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. febrúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rokkarinn Ainsworth gæti tekið við QPR eftir ellefu ár hjá sama félagi
Rokkarinn Gareth Ainsworth. Það eru ekki margir þjálfarar að vinna með sama 'lúkk' og hann.
Rokkarinn Gareth Ainsworth. Það eru ekki margir þjálfarar að vinna með sama 'lúkk' og hann.
Mynd: Getty Images
QPR í ensku Championship-deildinni er í stjóraleit eftir að Neil Critchley var rekinn um liðna helgi.

Critchley, sem var áður aðstoðarstjóri Steven Gerrard hjá Aston Villa, stýrði liðinu í 12 leikjum og vann aðeins einn þeirra. Þegar hann tók við liðinu var það að keppast um umspilssæti en er komið í bullandi fallbaráttu í dag.

Guardian segir frá því að efsti maður á lista QPR sé Gareth Ainsworth, núverandi stjóri Wycombe.

Ainsworth, sem er mikill rokkari, hefur stýrt Wycombe í ellefu ár en aðeins stjóri hefur stýrt liði lengur en hann í efstu fjórum deildum Englands. Það er Simon Weaver sem hefur stýrt Harrogate Town frá 2009.

Núna er möguleiki á því að Ainsworth muni yfirgefa Wycombe - þar sem hann hefur gert stórgóða hluti - og taki við QPR en hann hefur fengið leyfi til að ræða við félagið. Hann spilaði á sínum leikmannaferli með QPR og er sagður spenntur fyrir þeirri áskorun að stýra liðinu.
Athugasemdir
banner
banner