Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. febrúar 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sleppti því að gefa Kudus gult - „Ber mikla virðingu fyrir honum"
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: Getty Images
Mohammed Kudus skoraði í gær er Ajax vann 4-0 sigur á Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni.

Kudus, sem er einn efnilegasti leikmaður í heimi, fagnaði með því að fara úr treyju sinni en hann fékk ekki gult spjald fyrir það.

Undir treyju sinni var hann í bol sem á stóð: „RIP Atsu."

Hann var þannig að minnasta félaga síns, Christian Atsu, sem fannst um liðna helgi látinn undir húsarústum eftir stóra jarðskjálfta sem riðu yfir Tyrkland.

Atsu var 31 árs og var hjá Everton, Chelsea og Newcastle á ferli sínum.

Atsu hafði verið saknað síðan 6. febrúar þegar jarðskjálftinn olli því að íbúðarhús hans hrundi í tyrknesku borginni Hatay.

Kudus hefði vanalega fengið gult spjald fyrir að fara úr treyju sinni en dómarinn, Pol van Boekel, sleppti því í þetta skiptið. Hann skildi það að þetta var stærra en fótboltinn.

„Ég er þakklátur dómaranum og ber mikla virðingu fyrir honum," sagði Kudus eftir leik en það mættu fleiri taka Van Boekel sér til fyrirmyndar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner