Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son áreittur á samfélagsmiðlum í gær
Mynd: EPA
Son Heung-min byrjaði á bekknum hjá Tottenham þegar liðið lagði West Ham í gær 2-0.

Hann kom inn á snemma í síðari hálfleik og skoraði seinna mark liðsins. Það fór illa í einhver nettröll sem ákváðu að beita Son kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Tottenham frétti af því og sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter um leið.

„Okkur hefur verið gert grein fyrir algjörlega forkastalegum rasisma á netinu í garð Son Heung-min á meðan á leik stóð sem hefur verið tilkynnt. Við stöndum með Son og enn einu sinni köllum við eftir því að Samfélagsmiðlar og yfirvöld geri eitthvað í málunum," segir í yfirlýsingunni.

„Við fordæmum rasismann í garð Son Heung-min sem átti sér stað í kvöld. Þetta á sér engan vegin pláss í leiknum okkar og við munum styðja yfirvöld og samfélagsmiðla eins mikið og við getum til að tækla þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner