Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thuram fer frítt í sumar
Marcus Thuram.
Marcus Thuram.
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Marcus Thuram mun segja skilið við Borussia Mönchengladbach í sumar.

Samningur hans rennur út næsta sumar og það hefur ekkert gengið hjá Gladbach að endursemja við hann.

The Athletic greinir frá því að leikmaðurinn muni fara á frjálsri sölu næsta sumar en Roland Virkus, yfirmaður fótboltamála hjá Gladbach, segir að leikmaðurinn sé að fara í stærra félag í sumar.

„Það er ekki jákvætt að hann sé að fara frítt en við verðum að samþykkja að það eru stærri félög sem hann getur farið til," segir Virkus.

Thuram hefur skorað 14 mörk í 22 leikjum með Gladbach á tímabilinu en áhugavert verður að sjá hvert hann fer. Hann var hluti af franska landsliðinu á HM í Katar.

Thuram á níu landsleiki að baki fyrir Frakkland og er sonur Lilian Thuram, sem gerði garðinn frægan sem varnarmaður Parma, Juventus og franska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner