Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. febrúar 2023 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Walker: Vonandi í síðasta sinn sem við misstígum okkur
Mynd: Getty Images

Kyle Walker var svekktur eftir jafntefli Manchester City gegn Nottingham Forest um helgina. Englandsmeistararnir duttu þannig afturúr í titilbaráttunni á nýjan leik og eru tveimur stigum eftir Arsenal, sem á einnig leik til góða.


Jafnteflið gegn Forest er sérstaklega svekkjandi eftir flottan sigur City gegn Arsenal síðasta miðvikudag.

„Við hentum sigrinum gegn Arsenal í ruslið með þessu jafntefli, það er ótrúlega svekkjandi. Við fórum á Emirates og unnum fyrir því að sigra gegn virkilega sterkum andstæðingum. Við vorum 36% með boltann en unnum samt. Svo komum við til Nottingham og gerum jafntefli. Það er ekki boðlegt," sagði Walker.

„Við erum ekki dottnir úr titilbaráttunni. Við misstigum okkur aðeins og vonandi er þetta í síðasta sinn sem það gerist á tímabilinu. Það er ekki tilvalið að vera í öðru sæti en Arsenal hefur verið að spila vel og verðskuldar toppsætið sem stendur. En við erum ekki langt frá."

Man City á næst leik við RB Leipzig miðvikudagskvöldið en mætir svo Bournemouth, Newcastle og Crystal Palace í næstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. 

„Við verðum að tryggja að svona frammistaða eigi sér ekki stað aftur. Eina sem við getum gert er að horfa fram á veginn og vinna alla þá leiki sem eftir eru. Við getum náð Arsenal en við erum ekki að gera sjálfum okkur neina greiða með að ná þeim og missa þá svo aftur framúr okkur.

„Við munum berjast allt til enda eins og svo oft áður. Við hættum aldrei. Allir innan félagsins vita að þetta jafntefli var óásættanlegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner