Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 20. febrúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi: Höfum ekki efni á frekari meiðslum
Xavi og Robert Lewandowski
Xavi og Robert Lewandowski
Mynd: EPA

Það er komin þreyta í leikmannahóp Barcelona ef marka má orð Xavi á fréttamannafundi eftir leik liðsins gegn Cadiz í spænsku deildinni í gær.


Barcelona gerði jafntefli við Manchester United á Camp Nou í vikunni og undirbýr sig fyrir síðari leikinn á Old Trafford næsta fimmtudag. Xavi verndaði leikmenn sína í gær.

„Frenkie de Jong og Robert Lewandowski hafa spilað mikið, þess vegna gerði ég breytingar. Pedri meiddist um daginn og við höfum ekki efni á frekari meiðslum. Við undirbúum okkur fyrir fimmtudaginn frá og með morgundeginum og sjáum til hversu þreyttir menn verða," sagði Xavi.

Sigurvegarinn í einvígi Barcelona og Manchester United fer í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner