Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Inter tekur á móti Atlético
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram næstu tvö kvöld þar sem afar spennandi leikir eru framundan.

Í kvöld er sannkölluð veisla á dagskrá fyrir fótboltaáhugamanninn þegar Inter tekur á móti Atlético Madrid á sama tíma og PSV Eindhoven fær Borussia Dortmund í heimsókn.

Inter er langbesta lið ítölsku deildarinnar og fær Atlético í heimsókn sem er ekki að eiga sitt besta tímabil á Spáni. Það eru þó gríðarlega mikil gæði í liði Atletico og unnu þeir riðilinn sinn í Meistaradeildinni, á meðan Inter endaði í öðru sæti síns riðils þrátt fyrir að tapa ekki leik. Þar átti Inter í erfiðleikum með Real Sociedad, sem er fyrir neðan Atlético í spænsku deildinni.

PSV spilaði góðan fótbolta í riðlakeppninni og lagði Lens og Sevilla að velli til að koma sér í útsláttarkeppnina, en gæti verið að reyna við alltof stóran bita þegar lærisveinar Edin Terzic kíkja í heimsókn.

Dortmund hefur ekki verið að ganga sérlega vel í þýsku deildinni en liðið kom á óvart og vann dauðariðil Meistaradeildarinnar, sem innihélt PSG, Newcastle og AC Milan.

Leikir kvöldsins:
20:00 Inter - Atletico Madrid
20:00 PSV - Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner