Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson var á skotskónum þegar FC Kaupmannahöfn vann Helsingör í æfingaleik á æfingasvæðinu hjá FCK í dag.
Þetta var frekar óhefðbundinn æfingaleikur þar sem aðeins var spilað í klukkutíma.
FCK vann leikinn 2-1 en Orri Steinn og sænska undrabarnið Roony Bardghji skoruðu mörkin í leiknum.
Orri hefur verið inn og út úr liðinu hjá FCK á þessu tímabili en hann er alls búinn að koma við sögu í 15 deildarleikjum og hefur hann skorað í þeim þrjú mörk.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í markinu hjá FCK en hann var fenginn til félagsins frá Arsenal í janúarglugganum.
Næsti leikur FC Kaupmannahöfn er gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag.
Athugasemdir