Kyle McLagan, varnarmaður Víkings, fór nú fyrir hádegi í myndatöku vegna meiðsla sem hann varð fyrir á laugardag. Óttast er að hann hafi slitið krossband í návígi í seinni hálfleik.
Von er á niðurstöðu úr myndatöku seinni partinn í dag eða í síðasta lagi fyrir hádegi á morgun.
Von er á niðurstöðu úr myndatöku seinni partinn í dag eða í síðasta lagi fyrir hádegi á morgun.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals eftir leikinn á laugardag og var spurður hvort Víkingur væri að skoða eitthvað á markaðnum.
„Við vorum ekki að því, ekkert alvarlega, en ef meiðsli Kyle reynast eins alvarleg og okkur grunar þá mögulega þurfum við að gera eitthvað," sagði Arnar. Viðtalið við hann má sjá hér neðst í fréttinni.
Kyle er 27 ára gamall Bandaríkjamaður sem átti frábært tímabil með Fram í Lengjudeildinni sumarið 2021 og var í kjölfarið fenginn til Víkings. Á síðasta tímabili kom Kyle við sögu í 22 deildarleikjum og öllum fimm bikarleikjum liðsins.
Athugasemdir