Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 20. mars 2023 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Morrison í landsliðshópi Jamaíku en má ekki spila fyrir DC United
Mynd: Getty Images

Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshóp Jamaíku fyrir leik gegn Mexíkó Í Þjóðadeildinni.


Það eru nokkur þekkt nöfn í hópnum en önnur þekkt nöfn sem sitja eftir með sárt ennið.

Leikmenn á borð við Ethan Pinnock (Brentford), Dexter Lembikisa (Wolves), Bobby Reid (Fulham) og Leon Bailey (Aston Villa) eru í hópnum.

Það vekur mikla athygli að Ravel Morrison leikmaður DC United er í hópnum en hann fær ekkert að spila með bandaríska liðinu. Wayne Rooney, fyrrum samherji Morrison hjá Manchester United stýrir liðinu en Morrison var ekki valinn í MLS hóp liðsins.

Þá er Michail Antonio framherji West Ham ekki í hópnum vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner