Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dewsbury-Hall ætlar að verða yfirmaður íþróttamála
Mynd: Chelsea
Miðjumaðurinn öflugi Kiernan Dewsbury-Hall hefur tekið upp námsbækurnar til að verða yfirmaður íþróttamála í framtíðinni.

Dewsbury-Hall áttar sig á því að ferill fótboltamanns er stuttur en hann virðist vera staðráðinn að starfa í kringum fótboltaheiminn í langan tíma.

Hann hefur því ákveðið að hefja formlegt nám til þess að útskrifast sem yfirmaður íþróttamála.

Dewsbury-Hall er 26 ára gamall og var keyptur til Chelsea síðasta sumar fyrir 30 milljónir punda, eftir að hafa verið lykilmaður í liði Leicester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner